Sjálfstætt líf
fyrir okkur öll
Sjálfstætt líf er grunnstef samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn í heild sinni miðar að því að auka möguleika fatlaðs fólks á að lifa sjálfstæðu lífi. Það gerum við meðal annars með því að tryggja aðgengi að öllum þáttum samfélagsins og að nauðsynlegri þjónustu, með því að gera fólki kleift að taka ákvarðanir um eigið líf og ekki síst með því að tryggja fötluðu fólki sæti við borðið.
Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks inniheldur 60 aðgerðir sem snúa að mismunandi sviðum mannlífsins. Áætlunin var samþykkt á Alþingi árið 2024.
Samfélagið verður betra fyrir okkur öll ef réttindi allra eru virt.
Helstu áherslur:
- Trygg framfærsla
- Frelsi til að stunda vinnu
- Búseta að eigin vali
- Fjölskyldulíf

Þegar Eva mín fæddist þá vissum við að þetta yrði kannski öðru vísi en við bjuggumst við. Það erfiðasta var ekki fötlunin eða aðlögunin sem var fram undan hjá okkur. Það sárasta var þegar konan greip um framhandlegginn á mér og sagði „æ, ég samhryggist!“ þegar hún sá litla ljósið mitt í fyrsta skipti. Ég held að fólk átti sig ekki á hversu hrikalegt það er að eiga við fordómana og skilningsleysið ofan á allt hitt.
Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks inniheldur 7 aðgerðir til að auka sjálfstæði fatlaðs fólks:
Meira um Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks
C.1
Aðstoðarmannakort
C.2
Almannatryggingar
C.3
Húsnæði við hæfi
C.4
Hjálpartæki
C.5
Þjónusta fylgi einstaklingi
C.6
Áætlun fyrir fólk sem býr gegn vilja sínum á stofnunum
C.7
Fjölskyldulíf