Aðgengi
fyrir okkur öll
Jafnt aðgengi að öllum sviðum samfélagsins er einn mikilvægasti hluti þess að tryggja mannréttindi og sjálfstæði fatlaðs fólks.
Með aðgengi er ekki aðeins átt við rampa, lyftur, hjálpartæki og hönnun húsnæðis. Aðgengi fatlaðs fólks að stafrænum upplýsingum, þjónustu og samskiptatækni er víða takmarkað. Dæmi um það eru rafræn skilríki og stafrænar greiðslulausnir sem taka ekki tillit til ólíkrar færni fólks.
Aðgengi er ekki bara spurning um að geta komist inn í byggingar eða notað ákveðna þjónustu. Það snýst um réttinn til að lifa fullnægjandi lífi, vera þátttakandi í samfélaginu og hafa stjórn á eigin lífi á jafnréttisgrundvelli við aðra.
Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks inniheldur 60 aðgerðir sem snúa að mismunandi sviðum mannlífsins. Áætlunin var samþykkt á Alþingi árið 2024.
Samfélagið verður betra fyrir okkur öll ef réttindi allra eru virt.
Helstu áherslur:
- Aðgengi að upplýsingum
- Aðgengi að byggingum
- Aðgengi að þjónustu
- Aðgengi að tækni
- Aðgengi að menntun

