Aðgengi
‍fyrir okkur öll

Ég get ekki keypt mér bíómiða á sama hátt og annað fólk. Ég er með fötlun sem gerir mér erfitt fyrir að muna tölur og lykilorð og án þeirra get ég ekki auðkennt mig. Það þurfa að vera fleiri leiðir til að sanna hver maður er.
Fermingarveisla frænku minnar var í sal á 10. hæð. Á fermingardaginn bilaði aðal-lyftan og litla lyftan fór bara upp á 9. hæð. Ég þurfti því að velja á milli þess að láta bera mig upp eina hæð eða missa af veislunni.
Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks inniheldur 12 aðgerðir til að bæta aðgengi:
Meira um Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks
B.1
Upplýsingar á stafrænu formi
B.2
Rafrænt aðgengi
B.3
Miðstöð um auðlesið efni
B.4
Betra aðgengi fyrir öll
B.5
Meiri algild hönnun
B.6
Leiðarvísir um aðgengi fyrir öll
B.7
Aðgengisfulltrúar
B.8
Reynsla af almenningssamgöngum
B.9
Móttaka umsækjanda um alþjóðlega vernd
B.10
Aðgengi að fíknimeðferð
B.11
Auðlesnar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu
B.12
Menningarlíf