Menntun og atvinna
fyrir okkur öll
Fatlað fólk á rétt á að stunda nám og vera á vinnumarkaði á eigin forsendum. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um að tryggja skuli aðgengi að fjölbreyttri menntun og starfsþjálfun á jafnréttisgrundvelli. Meta á menntun og reynslu fatlaðs fólks að verðleikum. Draga þarf úr fordómum og hindrunum á vinnumarkaði.
Rétturinn til að stunda atvinnu varðar ekki bara félagsleg og efnahagsleg réttindi heldur einnig sjálfsvirðingu, tilfinningu fyrir tilgangi og að skila einhverju af sér til samfélagsins.
Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks inniheldur 60 aðgerðir sem snúa að mismunandi sviðum mannlífsins. Áætlunin var samþykkt á Alþingi árið 2024.
Samfélagið verður betra fyrir okkur öll ef réttindi allra eru virt.
Helstu áherslur:
- Aukið framboð af námi
- Viðurkenning á námi
- Stuðningur í námi
- Fleiri störf
- Fjölbreyttari störf

Ég var einn frammi í afgreiðslunni um daginn og þá kom maður og spurði hvort það væri enginn að vinna hérna. Samt var ég í peysu með merkinu. Hann hélt bara að af því ég væri fatlaður þá gæti ég ekki verið að vinna hérna. Mér finnst það ekki sanngjarnt.
Ég get orðið alveg brjáluð á því hvað allt í umgjörð námsins er hugsað út frá bara einum, stöðluðum hópi fólks sem er með alla útlimi virka og hundrað prósent sjón og heyrn. Þá er ég að tala um hluti sem ættu ekki að koma náminu sjálfu við en snúa að fyrirlestrarrýmum, kennsluaðferðum, tæknibúnaði og slíku. Hlutum sem man hélt að væru bara komnir inn í nútímaháskóla.

Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks inniheldur 11 aðgerðir til að auka tækifæri til menntunar og atvinnu:
Meira um Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks
D.1
Opnar námsbrautir
D.2
Tilfærsla á milli skólastiga
D.3
Viðurkenning á námi
D.4
Stuðningur við nemendur
D.5
Starfstengt nám
D.6
Hagnýtt háskólanám
D.7
Lýðskólar
D.8
Framhaldsfræðsla
D.9
Laun og kjör á aðgreindum vinnustöðum
D.10
Fjölbreyttari störf
D.11
Fleiri störf