SamfÉlag
fyrir okkur öll
Fatlað fólk er jafn ólíkt og það er margt. Fatlað fólk er líka hluti af samfélagi okkar allra. Samfélagi sem á að tryggja mannréttindi fólks og vera fyrir okkur öll. Hvert og eitt okkar ætti að fá tækifæri til að blómstra og geta lifað sjálfstæðu lífi á eigin forsendum.
Þetta er megininntakið í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks er liður í innleiðingu og lögfestingu samningins og inniheldur 60 aðgerðir sem snúa að mismunandi sviðum mannlífsins. Áætlunin var samþykkt á Alþingi árið 2024.
Samfélagið verður betra fyrir okkur öll ef réttindi allra eru virt
Helstu áherslur:
- Mannréttindi eru ekki sérréttindi
- Aukinn sýnileiki fatlaðs fólks
- Meiri fjölbreytni
- Aukin þekking okkar allra gerir samfélagið betra


Ég elska að fara í sund en á erfitt með búningsklefann, þar er svo mikið kaos. Af því að ég ber ekki fötlunina mína utan á mér þarf ég oft að hafa mikið fyrir því að fá leyfi til að nota einstaklingsklefann. Mig langar bara að geta farið í pottinn án þess að þurfa að sanna að ég sé fatlaður.
Eitt er að fara í gegnum allan prósessinn að komast upp tröppurnar og framhjá öllum sveppaborðunum um leið og allir eru alveg extra næs einhvernvegin að rjúka upp til handa og fóta fyrir fatlaða gaurnum. Hitt er svo alveg glatað þegar maður þarf að taka sérstaklega fram við barþjóninn að maður vilji áfengan bjór eða telji með þegar skotin eru pöntuð á línuna. Ég er kannski í hjólastól en ég er alveg kominn með aldur til að drekka. Ég er bara að djamma með vinum mínum, sko.


Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks inniheldur 14 aðgerðir sem fela í sér vitundavakningu og fræðslu:
Meira um Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks
A.1
Vitundarvakning
A.2
Kynningarátak um samninginn
A.3
Samráðshópar og notendaráð um allt land
A.4
Endurskoðun aðalnámskráa
A.5
Aukinn sýnileiki
A.6
Námsefni um réttindi
A.7
Fræðsluefni til að sporna gegn beitingu nauðungar
A.8
Viðeigandi aðlögun og studd ákvarðanataka innan réttarvörslukerfisins
A.9
Fræðsluefni um persónuvernd og upplýsingaöryggi
A.10
Talsmenn fatlaðs fólks á þingi
A.11
Hagtölur
A.12
Aðgengi að upplýsingum um þjónustu og réttindi
A.13
Skuggaskýrslur
A.14
Réttindagæsla fatlaðs fólks